
Marín í stúdíóinu
Það er alltaf gaman að leika við þessa stúlku. Þetta eru aðeins örfáar af þeim myndum sem komu úr tökunni og ég á mjög líklega eftir að setja fleiri hingað á bloggið enda stúlkan algjört augnayndi.
Það er alltaf gaman að leika við þessa stúlku. Þetta eru aðeins örfáar af þeim myndum sem komu úr tökunni og ég á mjög líklega eftir að setja fleiri hingað á bloggið enda stúlkan algjört augnayndi.
Þessi stutti snáði kom í heimsókn með foreldrum sínum núna í nóvember. Hann hefur áður komið til mín í myndatöku og var gaman að sjá hversu mikið hann hafði stækkað síðan þá.
Þessir hressu strákar komu í heimsókn með pabba sínum og mömmu í vikunni. Við vorum búin að skipuleggja útimyndatöku og samkvæmt veðurspánni átti að vera skýjað en þurrt. Vissulega var skýjað, en það ringdi eins og hellt væri úr fötu. Það var því ákveðið að fara bara í stúdióið í staðinn.
Takk fyrir komuma, Katla, Haukur, Aron, Árni og Karel.
Þetta er þriðja færslan úr myndtöku með þeim systrum, Melkorku Rós og Marínu Ástu í tilefni af geisladisk sem þær útbjuggu fyrir jólin.
Hér koma myndir af henni Melkorku Rós, teknar vegna geisladisksins sem ég talaði um í síðustu færslu.
Þess má geta að á dögunum sigraði hún undankeppni Samsuðs hér á svæðinu og var getið um þetta á Víkurfréttum. Einnig er hægt að skoða myndbönd af henni og raunar Marínu líka á youtube-inu mínu. Melkorka er líka sjálf með youtube rás og auk þess einnig með Soundcloud síðu. Þar er m.a. að finna nokkur lög af diskinum góða.