Digital Dreaming

Velkomin á ljósmyndavefinn minn

Allar myndir á þessum vef eru teknar af áhugaljósmyndaranum Sigrúnu Ólafsdóttur, sem býr ásamt eiginmanni og börnum í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Ljósmyndaáhugann má rekja til ársins 2001 þegar fyrsta digital myndavélin var keypt á heimilið. Þá þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af kostnaði við framköllun, auk þess sem hægt var að skoða myndirnar strax til að sjá árangurinn. Síðan þá hefur áhuginn vaxið og dafnað, þroskast og breyst. Með bættri tækni hefur myndavélakosturinn verið uppfærður og endurnýjaður, og nú þykir gamla vélin frá 2001 ekki vera uppá marga fiska. Hún er þó enn til, og enn notuð öðru hverju – þegar yngstu börnin vilja taka myndir.

Fyrir nokkrum árum lögðum við síðan í að koma okkur upp litlu stúdíói með ljósum og tilheyrandi búnaði. Þar er hægt að taka fjölskyldumyndir, en einnig förum við oft eitthvert út fyrir hús, finnum okkur fallega staði í náttúrunni og tökum myndir þar.

Sýnishorn…

Kíktu og sjáðu

Hér má sjá nokkrar af uppáhalds ljósmyndunum mínum. Þetta er það sem á erlendum tungumálum er oftast kallað portfolio, eða einfaldlega mappa á íslensku. 

Hér er að finna nokkur albúm með allskonar myndumr bæði af börnum og fullorðnum, myndir úr náttúrunni og/eða af dauðum hlutum.

 

Bloggið…

Reglulegar uppfærslur...

Hér er hægt að fylgjast með því sem ég er að mynda hverju sinni. Einnig verða settar inn færslur með eldri myndum, en ég fer reglulega yfir myndasafnið mitt og vinn myndir sem til dæmis hafa farið fram hjá mér þegar þær voru settar inn á tölvuna.

Hér er einnig ætlunin að hafa fræðslu um myndatökur, myndvinnslu og jafnvel vefhönnun en vefhönnun og forritun er hitt áhugamálið.  Ef til vill verður hægt að hala niður  eða kaupa ýmislegt smálegt sem gæti komið að góðum notum í myndvinnslunni eða vefhönnuninni.

Þínar myndir…

Átt þú myndir hjá mér?

Ef þú hefur komið í myndatöku til mín þá ættir þú að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um aðgangsorð til að komast inn á albúmið þitt.  Þú ættir einnig að geta fundið aðgangsorðið á geisladiskinum sem þú fékst með myndunum þínum.

Ef þið lendið í vandræðum með aðgang að albúminu, af einhverjum ástæðum, vinsamlegast hafið samband í gegnum vefformið hér fyrir neðan eða sendið tölvupóst á sigrun(hjá)digital-dreaming.com.

Hafa samband…

Viltu senda okkur fyrirspurn?

Við svörum eins fljótt og við getum.

1 + 3 =

fasd