Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Þessi dýrmætu augnablik…

 

Fallegar Stundir sem koma ekki aftur

 

Vertu velkomin/n á ljósmyndavefinn minn. Ég heiti Sigrún og er sjö barna móðir með ljósmynda- og vefdellu á háu stigi.   Þessi vefsíða sameinar því þessi tvö áhugamál.

Börnin mín eru, eins og áður sagði, sjö talsins og þó svo að það yngsta sé nú orðið 12 ára hafa þau verið aðal myndefnið, ásamt með ýmsu öðru sem fyrir augu ber s.s. blóm, landslag, dýr jafnt stór sem smá og fjölmörg önnur fyrirbæri.  Barna og fjölskylduljósmyndun er þó í mestu uppáhaldi hjá mér og hefur verið það frá upphafi. 

 

Sýnishorn

Hér má sjá nokkrar af uppáhalds ljósmyndunum mínum, allskonar myndir, flokkaðar í albúm.

Myndatökur

Hér eru helstu upplýsingar um það sem mér finnst skemmtilegast að mynda en þó alls ekki tæmandi listi.

Þínar myndir

Þegar þú kemur í myndatöku til mín þá færðu tölvupóst með upplýsingum og aðgangsorði.

Bloggið 

..

Hér er hægt að fylgjast með því sem ég er að mynda hverju sinni. Einnig verða settar inn færslur með eldri myndum, en ég fer reglulega yfir myndasafnið mitt og vinn myndir sem til dæmis hafa farið fram hjá mér þegar þær voru settar inn á tölvuna.

Hafðu Samband

Ég svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og ég get. Ef það er eitthvað hér á síðunni sem vekur áhuga og eða ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega vertu ófeimin við að senda mér skilaboð.

Ég tek bæði við tölvupósti og skilaboðum í gegn um Facebook, annað hvort síðuna mína eða í einkaskilaboðum.