Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Hver er Sigrún?

Ég heiti Sigrún og er sjö barna móðir með ljósmynda- og vefdellu á háu stigi.   Þessi vefsíða sameinar því þessi tvö áhugamál.

Ég hef einnig verið beðin af vinum og ættingjum, um að taka ljósmyndir við hin ýmsu tækifæri, og/eða til að gefa ömmu og afa að gjöf. 

Sigrún Ólafs

Börnin mín eru, eins og áður sagði, sjö talsins og þó svo að það yngsta sé nú orðið 12 ára hafa þau verið aðal myndefnið, ásamt með ýmsu öðru sem fyrir augu ber s.s. blóm, landslag, dýr jafnt stór sem smá og fjölmörg önnur fyrirbæri.  Barna og fjölskylduljósmyndun er þó í mestu uppáhaldi hjá mér og hefur verið það frá upphafi.

Ljósmyndaáhugann má rekja til ársins 2001 þegar fyrsta digital myndavélin var keypt á heimilið. Þá þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af kostnaði við framköllun, auk þess sem hægt var að skoða myndirnar strax til að sjá árangurinn. Síðan þá hefur áhuginn vaxið og dafnað, þroskast og breyst. Með bættri tækni hefur myndavélakosturinn verið uppfærður og endurnýjaður, og nú þykir gamla vélin frá 2001 ekki vera uppá marga fiska. Hún er þó enn til, og enn notuð öðru hverju – þegar yngstu börnin vilja taka myndir.

Fyrir nokkrum árum lögðum við síðan í að koma okkur upp litlu stúdíói með ljósum og tilheyrandi búnaði í hluta bílskúrsins okkar. Við eigum búnaðinn ennþá, en aðstæður breittust og rýmið sem við nýttum undir stúdíóið varð að nýta í annað.  

 

Vefirnir mínir

Vefrún - vefsmiðja

Ég smíða líka vefi fyrir fyrirtæki og einstaklinga í WordPress og hef verið að því síðan árið 2000. 

Mamman.net

Ég mynda ekki bara fólk og hér er að finna smá sýnishorn af þeim myndum.

Coffee Pixel.net

Þessi vefur er í smíðum en mun halda utan um grafíska hönnun og fleira tengt myndvinnslu.

I Love My Job

Recent Work

Samfélagsmiðlar

Ég er á öllum helstu samfélagsmiðlunum og þér er velkomið að hafa samband í gegn um þá.

Eins og langflestir Íslendingar er ég á Facebook, auk þess að vera með sérstaka síðu fyrir Digital Dreaming sem þú finnur hér og aðra fyrir Mamman.net.

Þú finnur mig einnig á Flickr, Instagram og Pixabay, og mörgum öðrum stöðum.