Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Bumba

Bumba

Þetta fallega unga par kom í myndatöku til mín í lok maí. Hér eru nokkrar myndir úr tökunni.

Lítil prinsessa

Lítil prinsessa

Þessi fallega stúlka fæddist rétt fyrir áramót og kom í myndatöku til mín þann 18. janúar sl. Ekki nóg með það, þá fékk ég að mynda bumbuna sem hún kom úr í byrjun desember. Ég vona að ég fái að mynda hana aftur síðar og sjá hana stækka og dafna en ég hef einmitt...

Bumba og meðfylgjandi

Bumba og meðfylgjandi

Þau Móna og Hlynur hafa áður komið í heimsókn til mín í stúdíóið í jólamyndatöku. Reyndar hafa þau ekki aðeins komið einu sinnu áður heldur er þetta í þriðja sinn sem þau mæta með börnin sín tvö, þau Jóhönnu og Kristófer. Þegar þau komu til mín fyrir jólin var stutt í...

Sigurður Mikael

Sigurður Mikael

Ég er búin að þekkja mömmu hans Sigurðar Mikaels síðan hún var lítil stelpa og lít eiginlega á hana sem eitt af mínum eigin börnum. Það var því ekki leiðinlegt að fá að taka nokkrar myndir af þessum fallega "ömmustrák". Stóra systir, hún Díana Guðrún, vildi helst bara...

Hörður Ármann og stóra systir

Hörður Ármann og stóra systir

Ég fékk að mynda þennan unga mann um daginn þegar hann kom í heimsókn með mömmu sinni og pabba, og stóru systur, Maríönu Unu. Ég hef fengið að mynda stóru systur nokkrum sinnum áður, fyrst þegar hún var aðeins 3ja daga...

Indriði Einarsson

Indriði Einarsson

Það er alltaf gaman að fá að mynda svona lítil kríli... Þessi ungi maður var 10 daga gamall þegar ég heimsótti hann og foreldra hans. Einar og Guðrún, innilega til hamingju með þennan fallega dreng.

Gísli Friðgeir

Gísli Friðgeir

Gísli Friðgeir, 3ja mánaða, kom í heimsókn með foreldrum sínum. Hann var nú ekkert allt of hrifinn af öllu þessu umstangi á okkur fullorðna fólkinu en lét sig hafa það í smá stund.

Gústav Þór, Perla Dís og litli bróðir

Gústav Þór, Perla Dís og litli bróðir

Þessi hressu systkini komi í heimsókn til mín í morgun. Sá litli, tveggja vikna, vildi reindar alls ekki sofna en ég náði einni mynd af honum þar sem hann var að þykjast og lokaði augunum sínum í u.þ.b. eina sekúntu. Ég fæ vonandi bara að gera...

Fjölskylda

Fjölskylda

Þetta er framhald af síðustu færslu. Hér er litli kúturinn með pabba og mömmu, en svo eru líka nokkrar í viðbót af honum einum.

Þriggja daga Harðardóttir

Þriggja daga Harðardóttir

Þessi fallega litla stúlka kom í myndatöku til mín með pabba sínum og mömmu en hún er aðeins þriggja daga gömul.