Digital Dreaming

~ Bloggið

Bumba

Þetta fallega unga par kom í myndatöku til mín í lok maí. Hér eru nokkrar myndir úr tökunni.

Lítil prinsessa

Þessi fallega stúlka fæddist rétt fyrir áramót og kom í myndatöku til mín þann 18. janúar sl. Ekki nóg með það, þá fékk ég að mynda bumbuna sem hún kom úr í byrjun desember. Ég vona að ég fái að mynda hana aftur síðar og sjá hana stækka og dafna en ég hef einmitt...

Sumarið 2013

Síðastliðið sumar fórum við í ferðalag um landið okkar í leit að sólskini í stað rigningarinnar sem var hérna fyrir sunnan. Við enduðum á Austurlandi og dvöldum megnið af fríinu við Hallormstaðaskóg. Við fórum í bíltúra og/eða gönguferðir og myndavélin fékk þá einnig...

Bumba og meðfylgjandi

Þau Móna og Hlynur hafa áður komið í heimsókn til mín í stúdíóið í jólamyndatöku. Reyndar hafa þau ekki aðeins komið einu sinnu áður heldur er þetta í þriðja sinn sem þau mæta með börnin sín tvö, þau Jóhönnu og Kristófer. Þegar þau komu til mín fyrir jólin var stutt í...

18 ára skvísa

  Þessi hæfileikaríka stúlka á afmæli í dag. Ótrúlegt að hugsa til þess að hún sé orðin 18 ára! Elsku Melkorka, innilega til hamingju með daginn þinn. <3

Hildur og Helgi

Þau Hildur og Helgi giftu sig í Breiðabólstaðarkirkju þann 28. desember sl. Hér kemur brot af þeim myndum sem teknar voru á þessum fallega degi...

Gísli Friðgeir

Þessi littli karl hefur komið til mín í myndatöku áður, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Það er alltaf gaman að fá að fylgjast með því hvernig börnin stækka á milli ára.

Melkorka Rós og Marín Ásta

Þessar eru alltaf jafn sætar, enda á ég pínulítið í þeim 😉 Við lékum okkur saman í stúdíóinu í nóvember en þetta er aðeins lítið brot af þeim myndum sem voru teknar. Það er því kannski von á fleiri myndum síðar.

Mynd frá liðnu sumri

Þetta er aðeins ein af ótal myndum sem ég tók síðast liðið sumar. Fleiri myndir koma á næstunni en núna þessa dagana ætla ég að fara í að lagfæra ýmislegt hérna á síðuni. Margt af þessari lagfæringarvinnu verður e.t.v. ekki vart hérna á ytri vefnum en það er alltaf...

Sigurður Mikael

Ég er búin að þekkja mömmu hans Sigurðar Mikaels síðan hún var lítil stelpa og lít eiginlega á hana sem eitt af mínum eigin börnum. Það var því ekki leiðinlegt að fá að taka nokkrar myndir af þessum fallega "ömmustrák". Stóra systir, hún Díana Guðrún, vildi helst bara...

Aðmýrálsfiðrildið

Hún Anna mín og vinkonur hennar fundu þetta fallega fiðrildi heima hjá einni vinkonunni og komu með það til að sýna okkur gamla fólkinu. Myndavélinni var auðvitað beint að því þar sem það er ekki á hverjum degi sem meður kemst í návígi við svona fallegt...

Marín í stúdíóinu

Það er alltaf gaman að leika við þessa stúlku. Þetta eru aðeins örfáar af þeim myndum sem komu úr tökunni og ég á mjög líklega eftir að setja fleiri hingað á bloggið enda stúlkan algjört augnayndi.

Marín, Magný og Jenný

Hún Marín kom með vinkonu sína hana Magný í myndatöku til mín því hún vildi eiga myndir af þeim saman. Jenný, tvíburasystir Magnýar, fékk líka að fljóta með í sveitina og auðvitað voru líka teknar myndir af þeim systrum...

Hörður Ármann og stóra systir

Ég fékk að mynda þennan unga mann um daginn þegar hann kom í heimsókn með mömmu sinni og pabba, og stóru systur, Maríönu Unu. Ég hef fengið að mynda stóru systur nokkrum sinnum áður, fyrst þegar hún var aðeins 3ja daga...

Sætar systur

Það alls ekki nógu oft sem myndavélin er notuð hér þessa dagana enda allt á fullu í skólanum hjá mér. Ég mátti hins vegar til með að smella af nokkrum myndum af þessum stelpum þegar þær voru að skoða bók sem ég hafði keypt mér í eitt af skólaverkefnunum...

Indriði Einarsson

Það er alltaf gaman að fá að mynda svona lítil kríli... Þessi ungi maður var 10 daga gamall þegar ég heimsótti hann og foreldra hans. Einar og Guðrún, innilega til hamingju með þennan fallega dreng.

Stúdent

Þessar hressu systur komu í myndatöku til mín í desember í tilefni af útskrift þeirrar eldri.

Hress fjölskylda

Þessi hressa og skemmtilega fjölskylda kom í myndatöku til mín fyrir jólin. Takk fyrir komuna Helgi, Jórunn, Hera og Hörn.

Hekla, Bjössi og Gabriel Máni

Hann Gabríel Máni kom til mín í ungbarnamyndatöku á síðasta ári ásamt foreldrum sínum. Núna var aðeins meira fjör í kring um hann en hann er nú samt enn þá sama krúttið 🙂

Móna og fjölskylda

Þessi fallega fjölskylda kom til mín í heimsókn fyrir jólin eins og fyrir síðast liðin jól.

Gísli Friðgeir

Þessi stutti snáði kom í heimsókn með foreldrum sínum núna í nóvember. Hann hefur áður komið til mín í myndatöku og var gaman að sjá hversu mikið hann hafði stækkað síðan þá.

Anna í myndatöku

Í sumar á ferðalagi um Ísland, hittum við hana Agnieszku. Þar sem Anna er vön fyrirsæta í myndatökum fékk Agnieszka hana til að módelast fyrir sig. Stelpunum fannst hún eiga mjög skrýtna myndavél og fengu að kíkja í hana eftir myndatökuna. Við...

Sumar 2012

Nú þegar ég er byrjuð í skólanum hef ég haft afskaplega lítinn tíma til að fara yfir myndir sumarsins en það eru margar myndir sem bíða þess að komast hingað á bloggið. Í byrjun sumarfrísins lögðum við hjónin leið okkar til Spánar og fljótlega...

Katla og fjölskylda

Þessir hressu strákar komu í heimsókn með pabba sínum og mömmu í vikunni. Við vorum búin að skipuleggja útimyndatöku og samkvæmt veðurspánni átti að vera skýjað en þurrt. Vissulega var skýjað, en það ringdi eins og hellt væri úr fötu. Það var...

Sumarfjör

Það er búið að vera dýrðlegt veður það sem af er sumri, utan roksmellinn hér á allra síðustu dögum. Hér eru nokkrar myndir af litlu mýslunum mínum, Önnu og Öddu, ásamt vinkonu hennar Önnu, Rögnu Sól.

Marín Ásta

Við Marín fórum í smá göngutúr, rétt út fyrir bæjarmörkin í leit að lúpínu með myndatöku í huga fyrr í sumar. Við þurftum ekki að leita lengi enda nóg af henni hér um slóðir.