Upplýsingar

fólkið, áhugamálið og vefurinn
Allar myndir á þessum vef eru teknar af áhugaljósmyndaranum Sigrúnu Ólafsdóttur, sem býr ásamt eiginmanni og börnum í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Ljósmyndaáhugann má rekja til ársins 2001 þegar fyrsta digital myndavélin var keypt á heimilið. Þá þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af kostnaði við framköllun, auk þess sem hægt var að skoða myndirnar strax til að sjá árangurinn. Síðan þá hefur áhuginn vaxið og dafnað, þroskast og breyst. Með bættri tækni hefur myndavélakosturinn verið uppfærður og endurnýjaður, og nú þykir gamla vélin frá 2001 ekki vera uppá marga fiska. Hún er þó enn til, og enn notuð öðru hverju – þegar yngstu börnin vilja taka myndir.

Fyrir nokkrum árum lögðum við síðan í að koma okkur upp litlu stúdíói með ljósum og tilheyrandi búnaði. Þar er hægt að taka fjölskyldumyndir, en einnig förum við oft eitthvert út fyrir hús, finnum okkur fallega staði í náttúrunni og tökum myndir þar.