
Ungbarnamyndatökur

Barnamyndatökur

Viðburðir
Ungbarnamyndatökur
Að mynda ungabörn er eitt af mínum uppáhalds verkefnum.
Ég er oft spurð að því hvenær sé best að taka myndir af svona krílum en það getur verið mjög breytilegt og fer einfaldelga eftir einstaklingum. Oftast er þó miðað við tvær fyrstu vikurnar eftir fæðingu eða þegar barnið er u.þ.b. tíu daga gamalt.
Það getur líka verið gaman að mynda bumbuna, áður en barnið fæðist og svo barnið þegar það er komið í heiminn.
Ég hef bæði fengið börnin í heimsókn til mín eða farið sjálf heim til barnsins til að mynda, allt eftir óskum hvers og eins.
Systkinum og/eða foreldrum er velkomið að vera með á myndunum en gott er að ég fái að vita það fyrirfram.






Barna & fjölskildumyndatökur
Þessar myndatökur fara oftast fram úti og þá þarf veðrið að bjóða upp á góð birtuskilyrði sem eru ekki alltaf til staðar hjá okkur hér á Íslandi.
Ég var með stúdíó fyrir inni myndatökum en vegna breyttra aðstæðna er það ekki lengur til staðar. Hins vegar skoða ég allar hugmyndir og get líka skoða hvert tilfelli fyrir sig.
Ef um er að ræða myndatökur þar sem eru tveir einstaklingar eða fleiri er best að klæðast fatnaði sem er sem líkastur í litasamsetningum. Ég skoða hinsvegar allt en stundum geta margir og eða skærir litir haft áhrif á útkomun.




Ýmis Tækifæri & viðburðir
Ýmsir viðburðir í lífinu geta verið gott tilefni til myndatöku. Flestir vikja eiga myndir frá brúðkaupsdeginum sínum. Einnig eru viðburðir eins og ferming og ýmsar útskriftir vinsæl tilefni.
Eins og þegar um er að ræða barna og fjölskyldumyndatökur, tek ég helst myndir úti og/eða við dagsbirtu.




