Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Náttúruskoðun

Náttúruskoðun

Þó svo að myndavélin sé mikið notuð á þessu heimili, er raunin sú að flest þessi venjulegu daglegu augnablik lenda einhvernveginn ekki á mynd. Það er reindar oft sem börnin mín eru allsekkert til í að leyfa mömmu að elta sig með myndavélina á lofti og eiga það til að hlaupa bara í felur. Ég hef þó sett það sem markmið að taka fleiri myndir sem sýna bara þetta venjulega heimilislíf okkar (eða barnanna alla vega) og því megið þið eiga von á fleiri svona myndum á næstunni.

Hér eru þau Stefán og Anna að skoða feitan og pattaralegann áðnamaðk sem hafði skriðið upp úr jörðinni.

Gönguferð með Veðurstofu Íslands

Gönguferð með Veðurstofu Íslands

Miðvikudaginn 8. september s.l. fór ég með manninum mínum og vinnufélögum hans í gönguferð um Elliðaárdalinn. Ég var að sjálfsögðu með myndavélina meðferðis og notaði tækifærið og smellti af nokkrum myndum af uppáhalds myndefninu mínu, börnunum, sem voru með í ferðinni.

Haraldur Snorri

Haraldur Snorri

Þessi hressi strákur kom í heimsókn til okkar í Vogana í sumar, ásamt með mömmu sinni og ömmu. Auðvitað var barnið tekið út í garð og smellt af honum nokkrum myndum.

Sumar 2010

Sumar 2010

Hér koma nokkrar myndir teknar í sumarfríi fjölskyldunar.