Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Bryndís Una

Bryndís Una

Við fjölskyldan fórum í 90 ára afmæli Öddu ömmu síðastliðinn sunnudag. Þar tók ég helling af myndum, m.a. myndir af afmælisbarninum ásamt börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þær koma síðar og örugglega fleiri myndir frá veislunni. Ég mátti einnig til með að taka nokkrar myndir af börnunum. Veðrið var einstakt þennan dag og börnin leituðu útfyrir dyrnar og ég á eftir. Þessi gullfallega stúlka, barnabarnabarn afmælisbarnsis, var meðal veislugesta. Hún var dálítið feimin í fyrstu en það lagaðist undir lok veislunnar. Ég væri alveg til í að fá að eiga stund með henni í “alvöru myndatöku”.

Enn meiri Arnbjörg

Enn meiri Arnbjörg

Það væri nú gaman ef öll börnin mín væru eins dugleg að vera módel fyrir mömmu sína eins og þessi dama, en eftir því sem þau eldast eru þau meira til í að gera eitthvað annað en að fara með mömmu gömlu í göngutúra.

Arnbjörg og biðukollan

Arnbjörg og biðukollan

Þessar myndir voru teknar í blíðunni í gær… Þetta er reindar bara lítill hluti af þeim öllum, en það munu koma fleiri myndir frá gærdeginum og blíðviðrinu síðustu daga fljótlega.