Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Bumba og meðfylgjandi

Bumba og meðfylgjandi

Þau Móna og Hlynur hafa áður komið í heimsókn til mín í stúdíóið í jólamyndatöku. Reyndar hafa þau ekki aðeins komið einu sinnu áður heldur er þetta í þriðja sinn sem þau mæta með börnin sín tvö, þau Jóhönnu og Kristófer. Þegar þau komu til mín fyrir jólin var stutt í að þriðja barnið kæmi í heiminn en þau eignuðust litla stúlku þann 30. desember sl.

Elsku fjölskylda, innilega til hamingju með litlu prinsessuna 🙂

Katla og fjölskylda

Katla og fjölskylda

Þessir hressu strákar komu í heimsókn með pabba sínum og mömmu í vikunni. Við vorum búin að skipuleggja útimyndatöku og samkvæmt veðurspánni átti að vera skýjað en þurrt. Vissulega var skýjað, en það ringdi eins og hellt væri úr fötu. Það var því ákveðið að fara bara í stúdióið í staðinn.

Takk fyrir komuma, Katla, Haukur, Aron, Árni og Karel.

Falleg fjölskylda

Falleg fjölskylda

Þessi fallega fjölskylda kom í heimsókn til mín í gær. Kristófer Máni 2ja ára mátti reyndar ekkert vera að því að láta mynda sig, en það tókst þó á endanum. Hann fékk líka að leika sér með hann stóra bangsa og baslaði m.a. heillengi við að koma á hann jólasveinahúfu.