Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Gústav Þór, Perla Dís og litli bróðir

Gústav Þór, Perla Dís og litli bróðir

Þessi hressu systkini komi í heimsókn til mín í morgun. Sá litli, tveggja vikna, vildi reindar alls ekki sofna en ég náði einni mynd af honum þar sem hann var að þykjast og lokaði augunum sínum í u.þ.b. eina sekúntu. Ég fæ vonandi bara að gera aðra tilraun til að mynda hann fljótlega aftur.

Rúnarsbörn

Rúnarsbörn

Þessi hressu systkini, Bjartur, Ólafur og Áróra, voru í 90 ára afmælisveislu langömmu sinnar eins og frænka þeirra í færslunni á undan.

Náttúruskoðun

Náttúruskoðun

Þó svo að myndavélin sé mikið notuð á þessu heimili, er raunin sú að flest þessi venjulegu daglegu augnablik lenda einhvernveginn ekki á mynd. Það er reindar oft sem börnin mín eru allsekkert til í að leyfa mömmu að elta sig með myndavélina á lofti og eiga það til að hlaupa bara í felur. Ég hef þó sett það sem markmið að taka fleiri myndir sem sýna bara þetta venjulega heimilislíf okkar (eða barnanna alla vega) og því megið þið eiga von á fleiri svona myndum á næstunni.

Hér eru þau Stefán og Anna að skoða feitan og pattaralegann áðnamaðk sem hafði skriðið upp úr jörðinni.

Allir gera eins

Allir gera eins

Stefán lærði nýtt trix og sýndi mömmu sinni, stelpurnar vildu gera eins…. Þetta er útkoman.