
Enn meiri Arnbjörg
Það væri nú gaman ef öll börnin mín væru eins dugleg að vera módel fyrir mömmu sína eins og þessi dama, en eftir því sem þau eldast eru þau meira til í að gera eitthvað annað en að fara með mömmu gömlu í göngutúra.
Það væri nú gaman ef öll börnin mín væru eins dugleg að vera módel fyrir mömmu sína eins og þessi dama, en eftir því sem þau eldast eru þau meira til í að gera eitthvað annað en að fara með mömmu gömlu í göngutúra.
Hún Arnbjörg eða bara Adda er 4 ára í dag. Þá varð ég auðvitað að ná í skálina góðu ásamt myndavélinni og smella nokkrum myndum af afmælisstúlkunni.
Hér eru svo myndir síðustu ára…..
Marín, stóra systir hennar Arnbjargar er afskaplega dugleg að taka litlu systkini sín í heimsóknir til sín. Hún útbjó spjald með myndum af þeim þremur, Stefáni, Önnu og Öddu, og ör sem bendir á það þeirra sem er næst í röðinni. Að vera “næst” er afskaplega spennandi. Eitt í einu fer þá í Hafnarfjörðinn með Marínu, fá að gista þar og gera eitthvað spennandi.
Hér er röðin komin að Öddu. Hún vildi vera fín og hér er hún að hafa sig til fyrir heimsóknina, með smá hjálp frá stóru systur…
Núna fyrir áramótin tók ég hana Öddu í myndatöku og tók með að hennar ósk alla kjóla sem voru mátulega stórir. Svo var smellt af nokkrum myndum og skipt um kjól. Þannig gekk þetta þar til það var búið að fara í alla kjólana.
Hin árlega sveitaferð foreldrafélags leikskólans Suðurvalla í Vogum var farin þriðjudaginn 25. maí sl. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.