Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Arnbjörg fer til stóru systur

16. Jan 2011 | Börn

Marín, stóra systir hennar Arnbjargar er afskaplega dugleg að taka litlu systkini sín í heimsóknir til sín. Hún útbjó spjald með myndum af þeim þremur, Stefáni, Önnu og Öddu, og ör sem bendir á það þeirra sem er næst í röðinni. Að vera “næst” er afskaplega spennandi. Eitt í einu fer þá í Hafnarfjörðinn með Marínu, fá að gista þar og gera eitthvað spennandi.

Hér er röðin komin að Öddu. Hún vildi vera fín og hér er hún að hafa sig til fyrir heimsóknina, með smá hjálp frá stóru systur…

0 Comments

F

Follow me on Flickr