Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Anna í myndatöku

Anna í myndatöku

Í sumar á ferðalagi um Ísland, hittum við hana Agnieszku. Þar sem Anna er vön fyrirsæta í myndatökum fékk Agnieszka hana til að módelast fyrir sig. Stelpunum fannst hún eiga mjög skrýtna myndavél og fengu að kíkja í hana eftir myndatökuna.

Við fengum svo sendingu með myndunum úr myndatökunni núna um jólin. Takk kærlega fyrir það Agnieszka 🙂

Ég fékk líka að smella af nokkrum myndum á mína nýmóðins myndavél og hérna er afraksturinn af því.

Náttúruskoðun

Náttúruskoðun

Þó svo að myndavélin sé mikið notuð á þessu heimili, er raunin sú að flest þessi venjulegu daglegu augnablik lenda einhvernveginn ekki á mynd. Það er reindar oft sem börnin mín eru allsekkert til í að leyfa mömmu að elta sig með myndavélina á lofti og eiga það til að hlaupa bara í felur. Ég hef þó sett það sem markmið að taka fleiri myndir sem sýna bara þetta venjulega heimilislíf okkar (eða barnanna alla vega) og því megið þið eiga von á fleiri svona myndum á næstunni.

Hér eru þau Stefán og Anna að skoða feitan og pattaralegann áðnamaðk sem hafði skriðið upp úr jörðinni.