Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Arnbjörg – Sumar og sól

Arnbjörg – Sumar og sól

 

Ég er búin að vera allt of löt við að taka upp myndavélina mína þetta sumarið.

Ég lét loksins verða af því að fá hana Arnbjörgu til að módelast fyrir mig. 

Hérna eru nokkrar myndir af henni.

 

Anna í myndatöku

Anna í myndatöku

Í sumar á ferðalagi um Ísland, hittum við hana Agnieszku. Þar sem Anna er vön fyrirsæta í myndatökum fékk Agnieszka hana til að módelast fyrir sig. Stelpunum fannst hún eiga mjög skrýtna myndavél og fengu að kíkja í hana eftir myndatökuna.

Við fengum svo sendingu með myndunum úr myndatökunni núna um jólin. Takk kærlega fyrir það Agnieszka 🙂

Ég fékk líka að smella af nokkrum myndum á mína nýmóðins myndavél og hérna er afraksturinn af því.

Arnbjörg og biðukollan

Arnbjörg og biðukollan

Þessar myndir voru teknar í blíðunni í gær… Þetta er reindar bara lítill hluti af þeim öllum, en það munu koma fleiri myndir frá gærdeginum og blíðviðrinu síðustu daga fljótlega.