Digital Dreaming

~ Bloggið

Anna og Adda leika sér

Það var frekar kallt þegar þessar myndir voru teknar, en ég varð engu að síður að komast út og prófa nýju linsuna mína.

Úti að leika

Þær vinkonur Anna og Anna sömdu við mig að ef ég hefði áhuga að taka af þeim nokkrar myndir í garðinum þá "mætti ég alveg borga þeim fyrir". Sem sagt, ég átti að gefa þeim smá pening fyrir nammi. Þessi myndataka kostaði mig því 30 krónur í...

Adda 5 ára

Hún Adda er fimm ára í dag og þess vegna var skálin góða tekin fram. Fyrir þá sem ekki þekkja sögu þessarar skálar þá var fyrsta myndin af henni Öddu tekin í þessarri skál. Hún fæddist heima en ljósmóðirin hafði gleimt viktinni sinni. Því var...

Stefán Andri og Anna

Nú er ég komin með nýja dúndur linsu sem hentar afskaplega vel til að taka úti myndir af börnunum. Hún verður örugglega mikið notuð í sumar þessi. Hér eru nokkrar af Stefáni og Önnu teknar í flýti þar sem það var frekar kalt þrátt fyrir að...

Anna les

Ég var eitthvað að skoða myndavélina. Þá kom hún Anna til mín með lestrarbókina sína og sagðist þurfa að lesa fyrir mig. Þá var auðvitað tilvalið að nota tækifærið og taka nokkrar myndir.

Marín Ásta

Þetta er þriðja færslan úr myndtöku með þeim systrum, Melkorku Rós og Marínu Ástu í tilefni af geisladisk sem þær útbjuggu fyrir jólin.

Melkorka Rós

Hér koma myndir af henni Melkorku Rós, teknar vegna geisladisksins sem ég talaði um í síðustu færslu. Þess má geta að á dögunum sigraði hún undankeppni Samsuðs hér á svæðinu og var getið um þetta á Víkurfréttum. Einnig er hægt að skoða myndbönd af henni og raunar...

Syngjandi systur

Þær Marín Ásta og Melkorka Rós fóru í studíó fyrir jólin og tóku upp nokkur lög sem sett voru á geisladisk. Geisladiskurinn var svo aðaljólagjöfin frá fjölskyldunni þetta árið. Auðvitað var myndataka í tilefni þessa en nauðsynlegt þótti að hafa...

Heiðar og Melkorka

Flottir krakkar hér á ferð. Heiðar bað mig að aðstoða sig við jólagjöf handa vinkonu sinni, Melkorku. Hann vildi gefa henni "sæta" mynd af þeim saman. Ég þurfti þá nauðsynlega að fá þau til að hjálpa mér aðeins með prófanir á ljósunum. Melkorku...

Marín

Það er nú ekkert mjög erfitt að fá þessa til að koma í stúdíóið og leika smá. Ég tók fullt af allskonar myndum en fleiri koma seinna þegar ég hef betri tíma til vinna þær.

Aðeins að leika mér

Var aðeins að leika mér í stúdíóinu. Börnin vildu ekki leika þannig að ég fann mér bara smá jólanammi til að mynda...

Heiðar og Helena

Þessi hressu sistkyni, Heiðar og Helena, komu með mömmu sinni í heimsókn til mín í kvöld. Heiðar hefur reyndar verið í myndatöku hjá mér áður, en hann hefur m.a. verið notaður sem tilraunadýr ásamt henni Melkorku, vinkonu sinni. Þær myndir koma...

Falleg fjölskylda

Þessi fallega fjölskylda kom í heimsókn til mín í gær. Kristófer Máni 2ja ára mátti reyndar ekkert vera að því að láta mynda sig, en það tókst þó á endanum. Hann fékk líka að leika sér með hann stóra bangsa og baslaði m.a. heillengi við að koma...

Gísli Friðgeir

Gísli Friðgeir, 3ja mánaða, kom í heimsókn með foreldrum sínum. Hann var nú ekkert allt of hrifinn af öllu þessu umstangi á okkur fullorðna fólkinu en lét sig hafa það í smá stund.

Harpan skoðuð

Við hjónin fórum í skoðunarferð þann 13 nóvember síðast liðinn og tókum litlu skottin okkar með. Hér eru nokkrar myndir úr skoðunarferðinni.

Gústav Þór, Perla Dís og litli bróðir

Þessi hressu systkini komi í heimsókn til mín í morgun. Sá litli, tveggja vikna, vildi reindar alls ekki sofna en ég náði einni mynd af honum þar sem hann var að þykjast og lokaði augunum sínum í u.þ.b. eina sekúntu. Ég fæ vonandi bara að gera...

Fjölskylda

Þetta er framhald af síðustu færslu. Hér er litli kúturinn með pabba og mömmu, en svo eru líka nokkrar í viðbót af honum einum.

Arnbjörg Sigurðardóttir og fjölskylda

Þessar myndir voru teknar í 90 ára afmælisveislunni hennar Arnbjargar (Öddu). Hér er hún ásamt fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og börnum og mökum þeirra.

Rúnarsbörn

Þessi hressu systkini, Bjartur, Ólafur og Áróra, voru í 90 ára afmælisveislu langömmu sinnar eins og frænka þeirra í færslunni á undan.

Bryndís Una

Við fjölskyldan fórum í 90 ára afmæli Öddu ömmu síðastliðinn sunnudag. Þar tók ég helling af myndum, m.a. myndir af afmælisbarninum ásamt börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þær koma síðar og örugglega fleiri myndir frá veislunni. Ég mátti einnig til með að taka...

Enn meiri Arnbjörg

Það væri nú gaman ef öll börnin mín væru eins dugleg að vera módel fyrir mömmu sína eins og þessi dama, en eftir því sem þau eldast eru þau meira til í að gera eitthvað annað en að fara með mömmu gömlu í...

Meira af Arnbjörgu

Þessar myndir eru gott dæmi um hvernig karakter hún Arnbjörg mín er. Hún er fjörug og skemmtileg stelpa með mikinn og góðan húmor. Hún er líka langoftast í afskaplega góðu skapi.

Arnbjörg og biðukollan

Þessar myndir voru teknar í blíðunni í gær... Þetta er reindar bara lítill hluti af þeim öllum, en það munu koma fleiri myndir frá gærdeginum og blíðviðrinu síðustu daga...

Vestmannaeyjar

Síðastliðinn sunnudag fór ég til Vestmannaeyja í fyrsta skipti á æfinni. Veðrið lék við okkur þennan dag, glampandi sól og heiður himinn. Ég tók ógrynni af myndum sem ég er enn ekki búin að fara í gegn um en hér koma nokkrar úr...

Arnbjörg syngur

Hér eru nokkrar myndir af henni Arnbjörgu að syngja. Hún var uppi í herberginu hennar Melkorku, stóru systur sinni og var að æfa sig að syngja. Eftir stutta stund kom hún niður og bað mig um að koma upp með myndavélina og taka nokkrar myndir af...