Nú þegar ég er byrjuð í skólanum hef ég haft afskaplega lítinn tíma til að fara yfir myndir sumarsins en það eru margar myndir sem bíða þess að komast hingað á bloggið. Í byrjun sumarfrísins lögðum við hjónin leið okkar til Spánar og fljótlega eftir að við komum heim var lagt af stað í hringferð um landið okkar. Myndavélin var aðsjálfsögðu tekin með.

Þessar myndir voru teknar í trjásafninu á Hallormstað og ég verð að viðurkenna að þessi staður er nú einn af mínum uppáhalds ljósmyndastöðum á landinu.