Ég hef ekkert verið neitt sérstaklega dugleg við að blogga hérna. Eginlega hef ég heldur ekki verið neitt sérstaklega dugleg við að taka myndir upp á síðkastið þar sem ég hef verið svo upptekin í skólanum.
Akkúrat í augnablikinu ætti ég reindar að vera að lesa undir próf en ég þurfti bara aðeins að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað í smástund. Ég er þó farin að sjá fyrir endan á skólabókalestri…. Síðasta próf er 3. maí nk. og þá gæti maður e.t.v. farið að taka fram myndavélina fyrir alvöru.
0 Comments