Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Lítil prinsessa

Lítil prinsessa

Þessi fallega stúlka fæddist rétt fyrir áramót og kom í myndatöku til mín þann 18. janúar sl. Ekki nóg með það, þá fékk ég að mynda bumbuna sem hún kom úr í byrjun desember. Ég vona að ég fái að mynda hana aftur síðar og sjá hana stækka og dafna en ég hef einmitt fengið stóru systkini hennar í heimsókn síðastliðin 3 ár.

Indriði Einarsson

Indriði Einarsson

Það er alltaf gaman að fá að mynda svona lítil kríli… Þessi ungi maður var 10 daga gamall þegar ég heimsótti hann og foreldra hans. Einar og Guðrún, innilega til hamingju með þennan fallega dreng.







Kristín María

Kristín María

Þessi litla stúlka var skírð á heimilli afa síns og ömmu á laugardaginn var. Mamma hennar, litla systir mín, varð líka 35 ára sama dag. Elsku Signý, Þrándur og Haraldur Snorri. Til hamingju með litla gullmolann.