Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Indriði Einarsson

Indriði Einarsson

Það er alltaf gaman að fá að mynda svona lítil kríli… Þessi ungi maður var 10 daga gamall þegar ég heimsótti hann og foreldra hans. Einar og Guðrún, innilega til hamingju með þennan fallega dreng.







Gísli Friðgeir

Gísli Friðgeir

Gísli Friðgeir, 3ja mánaða, kom í heimsókn með foreldrum sínum. Hann var nú ekkert allt of hrifinn af öllu þessu umstangi á okkur fullorðna fólkinu en lét sig hafa það í smá stund.

Gústav Þór, Perla Dís og litli bróðir

Gústav Þór, Perla Dís og litli bróðir

Þessi hressu systkini komi í heimsókn til mín í morgun. Sá litli, tveggja vikna, vildi reindar alls ekki sofna en ég náði einni mynd af honum þar sem hann var að þykjast og lokaði augunum sínum í u.þ.b. eina sekúntu. Ég fæ vonandi bara að gera aðra tilraun til að mynda hann fljótlega aftur.

Fjölskylda

Fjölskylda

Þetta er framhald af síðustu færslu. Hér er litli kúturinn með pabba og mömmu, en svo eru líka nokkrar í viðbót af honum einum.