Digital Dreaming

 Sigrún Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Marín Ásta

Marín Ásta

Við Marín fórum í smá göngutúr, rétt út fyrir bæjarmörkin í leit að lúpínu með myndatöku í huga fyrr í sumar. Við þurftum ekki að leita lengi enda nóg af henni hér um slóðir.

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar

Síðastliðinn sunnudag fór ég til Vestmannaeyja í fyrsta skipti á æfinni. Veðrið lék við okkur þennan dag, glampandi sól og heiður himinn. Ég tók ógrynni af myndum sem ég er enn ekki búin að fara í gegn um en hér koma nokkrar úr ferðinni.

Anna orðin 5 ára

Anna orðin 5 ára

Núna er hún Anna orðin 5 ára, og komin á “stóru” deildina í leikskólanum. Hún er búin að vera svo dugleg úti á leika sér við allar nýju vinkonurnar að hún hefur varla mátt vera að því að sitja fyrir hjá mér og því hafa ekki verið teknar neinar sérstakar afmælis myndir af henni.

Hér kemur þó ein sem ég náði af henni við blómatínslu snemma að morgni.