Adda 5 ára

Adda 5 ára

Hún Adda er fimm ára í dag og þess vegna var skálin góða tekin fram. Fyrir þá sem ekki þekkja sögu þessarar skálar þá var fyrsta myndin af henni Öddu tekin í þessarri skál. Hún fæddist heima en ljósmóðirin hafði gleimt viktinni sinni. Því var brugðið á það ráð að ná í eldhúsvogina og einhverja skál sem hægt væri að vikta barnið í. Svo á eins árs afmælinu var skálin tekin framm á ný ásamt myndavélinni og nokkrar myndir teknar… en þá var ekki aftur snúið. Nú er þessi myndataka árviss viðburður.

Stefán Andri og Anna

Stefán Andri og Anna

Nú er ég komin með nýja dúndur linsu sem hentar afskaplega vel til að taka úti myndir af börnunum. Hún verður örugglega mikið notuð í sumar þessi. Hér eru nokkrar af Stefáni og Önnu teknar í flýti þar sem það var frekar kalt þrátt fyrir að sólin skyni glatt.Anna les

Anna les

Ég var eitthvað að skoða myndavélina. Þá kom hún Anna til mín með lestrarbókina sína og sagðist þurfa að lesa fyrir mig. Þá var auðvitað tilvalið að nota tækifærið og taka nokkrar myndir.

Page 3 of 1312345...10...Last »