Adda orðin þriggja ára.

Adda orðin þriggja ára.

Hún Adda fæddist heima og allt gekk vel nema hvað að ljósmóðirin gleimdi viktinni sinni. Þess vegna var barnið bara viktað með því að setja það í Tupperware hnoðskálina og á eldhúsvogina. Þetta varð til þess að barnið fékk þetta afmælis þema…. sem sagt að vera myndað í eða með hnoðskálina góðu.

The Pose

The Pose

Þetta er heitasta pósan þessa dagana hjá henni Öddu minni, að setja fingurinn á munninn, og stút á varirnar. Svo þegar ég tók stóra bróður hennar og vinkonu hans í myndatöku um daginn, þurftu þau auðvitað að pósa eins og hún.

Sætar stelpur

Sætar stelpur

Mig hefur lengi langað til að prjóna svona kjóla á stelpurnar og loksins lét ég verða af því að fara í búðina og kaupa uppskrift. Garnið sótti ég bara inn í skáp en það væri hægt að prjóna nokkra svona í viðbót með því magni af garni sem þar er að finna.

Page 20 of 29« First...10...1819202122...Last »