Hún Adda er fimm ára í dag og þess vegna var skálin góða tekin fram. Fyrir þá sem ekki þekkja sögu þessarar skálar þá var fyrsta myndin af henni Öddu tekin í þessarri skál. Hún fæddist heima en ljósmóðirin hafði gleimt viktinni sinni. Því var brugðið á það ráð að ná í eldhúsvogina og einhverja skál sem hægt væri að vikta barnið í. Svo á eins árs afmælinu var skálin tekin framm á ný ásamt myndavélinni og nokkrar myndir teknar… en þá var ekki aftur snúið. Nú er þessi myndataka árviss viðburður.