Úti að leika

Úti að leika

Þær vinkonur Anna og Anna sömdu við mig að ef ég hefði áhuga að taka af þeim nokkrar myndir í garðinum þá “mætti ég alveg borga þeim fyrir”. Sem sagt, ég átti að gefa þeim smá pening fyrir nammi. Þessi myndataka kostaði mig því 30 krónur í beinhörðum peningum eða tíkall á mann.

Adda 5 ára

Adda 5 ára

Hún Adda er fimm ára í dag og þess vegna var skálin góða tekin fram. Fyrir þá sem ekki þekkja sögu þessarar skálar þá var fyrsta myndin af henni Öddu tekin í þessarri skál. Hún fæddist heima en ljósmóðirin hafði gleimt viktinni sinni. Því var brugðið á það ráð að ná í eldhúsvogina og einhverja skál sem hægt væri að vikta barnið í. Svo á eins árs afmælinu var skálin tekin framm á ný ásamt myndavélinni og nokkrar myndir teknar… en þá var ekki aftur snúið. Nú er þessi myndataka árviss viðburður.