Melkorka Rós

Melkorka Rós

Hér koma myndir af henni Melkorku Rós, teknar vegna geisladisksins sem ég talaði um í síðustu færslu.

Þess má geta að á dögunum sigraði hún undankeppni Samsuðs hér á svæðinu og var getið um þetta á Víkurfréttum. Einnig er hægt að skoða myndbönd af henni og raunar Marínu líka á youtube-inu mínu. Melkorka er líka sjálf með youtube rás og auk þess einnig með Soundcloud síðu. Þar er m.a. að finna nokkur lög af diskinum góða.

Syngjandi systur

Syngjandi systur

Þær Marín Ásta og Melkorka Rós fóru í studíó fyrir jólin og tóku upp nokkur lög sem sett voru á geisladisk. Geisladiskurinn var svo aðaljólagjöfin frá fjölskyldunni þetta árið. Auðvitað var myndataka í tilefni þessa en nauðsynlegt þótti að hafa a.m.k. eina mynd utan á diskinum. Hér koma nokkrar myndir af þeim systrum saman, en fljótlega munu einnig verða settar hér inn einstaklingsmyndir úr sömu myndatöku.

Heiðar og Melkorka

Heiðar og Melkorka

Flottir krakkar hér á ferð. Heiðar bað mig að aðstoða sig við jólagjöf handa vinkonu sinni, Melkorku. Hann vildi gefa henni “sæta” mynd af þeim saman. Ég þurfti þá nauðsynlega að fá þau til að hjálpa mér aðeins með prófanir á ljósunum. Melkorku fannst það bara hið eðlilegasta mál og hafði ekki hinn minsta grun um hvað lægi þarna að baki.