Rúnarsbörn

Rúnarsbörn

Þessi hressu systkini, Bjartur, Ólafur og Áróra, voru í 90 ára afmælisveislu langömmu sinnar eins og frænka þeirra í færslunni á undan.

Bryndís Una

Bryndís Una

Við fjölskyldan fórum í 90 ára afmæli Öddu ömmu síðastliðinn sunnudag. Þar tók ég helling af myndum, m.a. myndir af afmælisbarninum ásamt börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þær koma síðar og örugglega fleiri myndir frá veislunni. Ég mátti einnig til með að taka nokkrar myndir af börnunum. Veðrið var einstakt þennan dag og börnin leituðu útfyrir dyrnar og ég á eftir. Þessi gullfallega stúlka, barnabarnabarn afmælisbarnsis, var meðal veislugesta. Hún var dálítið feimin í fyrstu en það lagaðist undir lok veislunnar. Ég væri alveg til í að fá að eiga stund með henni í “alvöru myndatöku”.