Afmæli – Anna 6 ára.

Afmæli – Anna 6 ára.

Afmælismyndatakan hennar Önnu minnar var auðvitað nauðsynlegur hluti af afmælisdeginum. Marín stórasystir var svo dugleg að útbúa kórónu fyrir afmælisbarnið. Adda fékk líka kórónu þar sem þetta var líka afmælisveislan hennar, eða “að minsta kosti smá” eins og Anna sagði….

Afmælis veislan var svo haldin með pompi og prakt, Helló Kitty köku og 15 stelpum….

4 ára rúsínumús.

4 ára rúsínumús.

Hún Arnbjörg eða bara Adda er 4 ára í dag. Þá varð ég auðvitað að ná í skálina góðu ásamt myndavélinni og smella nokkrum myndum af afmælisstúlkunni.

Hér eru svo myndir síðustu ára…..

Náttúruskoðun

Náttúruskoðun

Þó svo að myndavélin sé mikið notuð á þessu heimili, er raunin sú að flest þessi venjulegu daglegu augnablik lenda einhvernveginn ekki á mynd. Það er reindar oft sem börnin mín eru allsekkert til í að leyfa mömmu að elta sig með myndavélina á lofti og eiga það til að hlaupa bara í felur. Ég hef þó sett það sem markmið að taka fleiri myndir sem sýna bara þetta venjulega heimilislíf okkar (eða barnanna alla vega) og því megið þið eiga von á fleiri svona myndum á næstunni.

Hér eru þau Stefán og Anna að skoða feitan og pattaralegann áðnamaðk sem hafði skriðið upp úr jörðinni.